The geographic remoteness of the Faroe Islands makes the archipelago an ideal location for research on bacterial carriage, their clonality, and vaccine studies. However, previous studies are lacking and the limited availability of necessary data has limited such investigations. The novel data collection and analysis presented in this thesis provides valuable knowledge on the antibacterial resistances in the three human bacterial pathogens - Group A Streptococcus (GAS), Escherichia coli and pneumococci in the Faroes. Data on antibacterial sales were compiled from the National Pharmacist in the Faroe Islands, Icelandic Medicines Agency, NOMESCO and DANMAP. Clinical oropharynx and urine samples were collected from patients by general practitioners in the years 2009, 2010 and in 2012. Nasopharyngeal swabs were collected from healthy children attending day-care centres from January to March in 2009, 2010 and 2011. Invasive pneumococcal isolates from the Faroe Islands were obtained from Statens Serum Institut in Denmark. All samples were identified and pneumococcal isolates were serotyped in two laboratories, one in the Faroe Islands and one in Iceland. Susceptibility testing was done according to CLSI and EUCAST standards using conventional methods. During the period 1999 to 2011, antibacterial sales were highest in Iceland, followed by the Faroe Islands and Denmark – with 21.8, 17.7 and 16.3 daily defined dose (DDD)/1000 inhabitants/day (DID), respectively. The most noteworthy difference was the higher sales of tetracycline in Iceland. The sales of the sub-groups, penicillins and macrolides differed significantly between the three countries. Erythromycin was mainly prescribed to children aged 0-4 years in the Faroe Island. Among GAS isolates from Faroese patients, the resistance of tetracycline decreased markedly between 2009 and 2010 (37% to 10%) and erythromycin resistance dropped in Iceland from 2008 (44%) to 2009 (5%). In the Faroe Islands, non-susceptibility was found in 54% of E. coli isolates with non-susceptibility to ampicillin being the most common (46%), followed by sulfamethoxazole (39%), trimethoprim (27%), and trimethoprim/sulfamethoxazole (27%). A significant correlation was found between antibacterial sales and antibacterial resistance. Our novel logistic modelling approach identified two categories of antibacterial agents – those that result in a marked increase in E. coli resistance and those with a moderate impact. Of the 607 children screened for pneumococci, 50% were carriers in 2009, 40% in 2010 and 42% in 2011. Antibiotic resistance in pneumococci was rare both in carriers and invasive disease patients. Five penicillin non-susceptible pneumococci (PNSPs) were found in carriers (1.8%) and one was found among the invasive isolates (1.7%). The most common serotypes in carriage (6B and 6A in 2009, 3 and 6C in 2010 and 11 and 6C in 2011) and among invasive pneumococcal diseases (IPD), 7F and 3. In conclusion, the association between antibacterial resistance and antibacterial use justifies a re-evaluation of antibacterial policies regarding treatment of UTIs. The pneumococcal carriage prevalence in children attending day-care centres is low and antibacterial resistance in pneumococci is presently rare. The prevalence of PNSPs was low compared to Iceland and Denmark. The established vaccine program in 2008 appears to have reduced incidence of PCV-7/13 serotype among IPD, and there is, furthermore, an indication of a subsequent serotype shift in pneumococcal carriage. Our logistic model facilitates representative predictions of the future developments in resistance with increased antibiotic sales and provides a valuable tool which can be used by resistance monitoring programs in other communities. Furthermore, by comparing results related to the Faroese population with the neighboring countries, Iceland and Denmark, we provide the first assessment of our community’s status with regards to the global multi-resistance threat., Landfræðileg einangrun Færeyja gerir eyjaklasann að ákjósanlegum stað fyrir rannsóknir á beratíðni baktería, klónasamsetningu þeirra og bólusetningarannsóknir. Engu að síður eru slíkar rannsóknir ekki fyrir hendi og takmarkaður aðgangur að nauðsynlegum gögnum hefur takmarkað slíkar rannsóknir. Þau nýju gögn og greiningar sem birtast í þessari ritgerð gefa mikilvægar upplýsingar um sýklalyfjaónæmi hjá þremur meinvaldandi bakteríum í mönnum – streptókokkum af flokki A (GAS), Escherichia coli og pneumókokkum í Færeyjum. Upplýsingar um sölu sýklalyfja fengust frá Lyfjafræðingi Færeyja, Lyfjastofnun Íslands, NOMESCO og DANMAP. Hálsstrokum og þvagsýnum var safnað af heilsugæslulæknum frá sjúklingum á árunum 2009, 2010 og 2012. Nefkoksstrokum var safnað frá heilbrigðum börnum á leikskólum í janúar til mars á árunum 2009, 2010 og 2011. Pneumókokkar úr ífarandi sýkingum í Færeyjum fengust frá Statens Seruminstitut, Danmörku. Öll sýni voru greind og pneumókokkastofnar hjúpgreindir í tveimur rannsóknastofum, einni í Færeyjum og einni á Íslandi. Næmispróf voru gerð í samræmi við CLSI og EUCAST aðferðir og staðla. Á árunum 1999 til 2011 var sala sýklalyfja mest á Íslandi, síðan Færeyjum en minnst í Danmörku með 21,8, 17,7 og 16,3 staðlaða dagskammta (DDD) á 1000 íbúa á dag (DID). Það sem bar mest á milli var mikil notkun tetrasýklín lyfja á Íslandi. Einnig var marktækur munur á sölu undirflokka penisillína og makrólíða milli þessara landa. Eryþrómýsín var einkum ávísað á 0-4 ára börn í Færeyjum. Tetrasýklín ónæmi hjá GAS frá Færeyskum sjúklingum minnkaði mikið frá 2009 til 2010 (37% til 10%) og eryþrómýsín ónæmi minnkaði á Íslandi frá 2008 (44%) til 2009 (5%). Í Færeyjum fannst minnkað næmi hjá 54% E. coli stofna, þar sem ampisillín ónæmi var algengast (46%), síðan súlfamethoxazol (39%), trímetóprím (27%) og trímetóprím/súlfamethoxazol (27%). Það var marktæk fylgni á milli sölu sýklalyfja og sýklalyfjaónæmis. Ný nálgun okkar með notkun tölfræðilíkans greindi sýklalyf í tvo flokka, þau sem leiddu til mikillar aukningar á ónæmi hjá E. coli og þau sem höfðu aðeins miðlungs áhrif. Af þeim 607 börnum sem tekin voru sýni frá til greiningar á pneumókokkum, þá reyndust 50% bera bakteríuna árið 2009, 40% 2010 og 42% 2011.Sýklalyfjaónæmi var sjaldgæft hjá pneumókokkum, bæði í berum og sjúklingum með ífarandi sjúkdóm. Fimm stofnar frá berum reyndust vera með minnkað næmi fyrir penisllíni (PNSP, 1,8%) og einn frá ífarandi sýkingum (1,7%). Algengustu hjúpgerðirnar í berum voru 6B og 6A árið 2009, 3 og 6C árið 2010 og 11 og 6C árið 2011, og í ífarandi sýkingum 7F og 3. Álykta má að tengslin á milli sýklalyfjaónæmis og sýklalyfjanotkunar réttlæti endurmat á stefnu við val á sýklalyfjum við þvagfærasýkingum. Beratíðni pneumókokka í börnum á leikskólum er lág og sýklalyfjaónæmi sjaldgæft. Algengi pneumókokka með minnkað næmi fyrir penisillíni var lágt í samanburði við Ísland og Danmörku. Bólusetningaráætlunin frá 2008 virðist hafa fækkað PCV-7/13 hjúpgerðum í ífarandi sýkingum og auk þess eru vísbendingar um hjúpgerðarbreytingar hjá pneumókokkum í berum. Tölfræðilíkanið auðveldar okkur að gera raunhæfar spár um þróun ónæmis samfara aukinni sölu sýklalyfja og gæti gagnast öðrum þjóðum í eftirliti þeirra með sýklalyfjaónæmi. Með því að bera saman niðurstöður tengdar færeysku þjóðinni við niðurstöður nágrannalandanna Íslands og Danmörku, fæst i fyrsta sinn mat á stöðu Færeyja í samhengi við þá alheimsógn sem stafar af fjölónæmum bakteríum.