Back to Search Start Over

'Ég virðist alltaf falla á tíma': Reynsla nemenda sem glíma við námsvanda í Háskóla íslands

Authors :
Sigrún Harðardóttir
Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir
Félagsráðgjafardeild (HÍ)
Faculty of Social Work (UI)
Félagsvísindasvið (HÍ)
School of Social Sciences (UI)
Háskóli Íslands
University of Iceland
Publication Year :
2018
Publisher :
The Educational Research Institute, 2018.

Abstract

Publisher's version (útgefin grein)<br />Háskólar þurfa að bregðast við aukinni fjölbreytni í hópi nemenda með því að mæta ólíkum þörfum þeirra. Í greininni eru kynntar niðurstöður rannsóknar á upplifun og reynslu nemenda sem stunda nám við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á reynslu nemenda sem glíma við námsvanda. Leitað var svara við eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvað styður og hvað hindrar nemendur í HÍ sem glíma við námsvanda í að takast á við nám sitt? Tekin voru þrjú einstaklingsviðtöl og rýnihópsviðtal við sex nemendur í BA-námi við félagsráðgjafardeild. Niðurstöður sýna að viðmælendur voru ánægðir með ýmsa þætti í skipulagi námsins og fannst skilningur kennara á stöðu þeirra vera góður en töldu þó að í kennsluháttum væru ýmsar hindranir sem gerðu þeim erfitt fyrir. Þær hindranir felist meðal annars í erfiðleikum við aðlögun að háskólasamfélaginu, álagi í námi sem veldur streitu og kvíða og því að of lítið tillit sé tekið til námsvanda þeirra. Slík innsýn í viðhorf nemenda sem glíma við námsvanda getur gagnast kennurum við að taka tillit til fjölbreytileikans í nemendahópnum og stuðlað þannig að bættri sálfélagslegri líðan nemenda, sem aftur hjálpar þeim við námið. Auk þess sýna niðurstöður að aukin áhersla á kennslu í fræðilegum vinnubrögðum ásamt virkri endurgjöf í námi getur hjálpað nemendum með námsvanda.

Details

Language :
Icelandic
Database :
OpenAIRE
Accession number :
edsair.doi.dedup.....e4a3afa50e3ee77c8ae42bbea06e8972