Back to Search
Start Over
Tengsl streituvaldandi þátta í starfsumhverfi, svefns og stoðkerfisverkja hjá millistjórnendum í opinberri þjónustu
- Publication Year :
- 2016
- Publisher :
- Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, 2016.
-
Abstract
- Millistjórnendur eru í krefjandi hlutverki og upplifa sig oft eins og milli steins og sleggju. Þeir gegna þungavigtarhlutverki en störf þeirra einkennast af miklu vinnuálagi og streitu. Þó hafa þeir fengið fremur litla athygli í stjórnendafræðum, einkum innan heilbrigðisþjónustunnar. Við vitum til dæmis lítið um áhrif þessa krefjandi starfs á heilsu þeirra, til dæmis hvort streituvaldandi þættir í starfsumhverfinu tengjast stoðkerfisverkjum og svefni. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða þessi tengsl. Um er að ræða lýsandi þversniðsrannsókn þar sem gögnum var safnað með forprófuðum spurningalista sem sendur var rafrænt á 137 hjúkrunardeildarstjóra í gegnum Outcome-kannanakerfið. Svarhlutfall var 80,9%. Lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði var notuð við úrvinnslu gagna. Niðurstöður sýndu skýr tengsl streituvaldandi þátta í starfsumhverfi, stoðkerfisverkja og ófullnægjandi svefns eftir að stjórnað var fyrir áhrifum af aldri, hjúskaparstöðu og fjölda stöðugilda í hjúkrun á deild. Streituvaldandi þættir í starfsumhverfinu og svefn höfðu tengsl við styrkleika stoðkerfisverkja á hálssvæði og herðum og svefn hafði tengsl við styrkleika verkja í neðri hluta baks. Meiri streita þýddi meiri stoðkerfisverki á hálssvæði og í herðum að teknu tilliti til svefns. Ófullnægjandi svefn þýddi aftur meiri stoðkerfisverki frá öllum þremur líkamssvæðunum að teknu tilliti til streituvaldandi þátta. Saman skýrðu streituvaldandi þættir í starfsumhverfinu og ófullnægjandi svefn, að teknu tilliti til aldurs, hjúskaparstöðu og fjölda stöðugilda við hjúkrun á deild, 17% af heildarbreytileika í styrkleika stoðkerfisverkja á hálssvæði, 21% í herðum og 14% í neðri hluta baks. Fram kom marktæk samvirkni milli streituvaldandi þátta í starfsumhverfinu og svefns varðandi styrkleika stoðkerfisverkja á hálssvæði. Niðurstöður þessarar rannsóknar verða vonandi til þess að hugað verði betur að streituvaldandi þáttum í starfsumhverfi millistjórnenda svefni og stoðkerfisverkjum þeirra.<br />Middle managers have demanding roles and often experience themselves between a rock and a hard place, and their jobs are characterized by a heavy workload and stress. They have not received adequate attention in management science, in particular within healthcare. We know, for example, little about how stressful factors in the work environment are related to musculoskeletal pain and sleep. The purpose of this study was to examine this relationship. This is a descriptive cross-sectional study in which data was collected by a questionnaire which was sent electronically to 137 nursing managers through the Outcome-survey system. The response rate was 80.9%. Descriptive statistics and inferential statistics were used for statistical analysis. The results showed a clear link between stressful factors in the work environment and insufficient sleep, after controlling for the effects of age, marital status and the number of staff in the nursing unit. Stressful factors in the work environment and sleep affected the intensity of pain in the neck and shoulder area, and sleep correlated with the intensity of pain in the lower back. Taking sleep into account, more stress meant more pain in the neck and shoulder area. Taking into account stressful factors, insufficient sleep meant more pain in all three body regions. Together, stressful factors in the work environment and insufficient sleep explained 17% of the total variation in the intensity of pain in the neck area, 21% in the shoulder area, and 14% in the lower back, taking into account age, marital status and the number of staff in the nursing unit. There was a statistically significant interaction between stressful factors in the work environment and sleep regarding the intensity of musculoskeletal pain in the neck area. The results of this study will hopefully lead to better consideration of stressful factors in the work environment, sleep and musculoskeletal pain of middle managers.<br />Ritrýnt tímarit
- Subjects :
- Response rate (survey)
medicine.medical_specialty
Descriptive statistics
business.industry
Streita
Verkir
Starfsumhverfi
Middle management
Workload
Millistjórnendur
Health care
Physical therapy
medicine
Svefn
Marital status
Stoðkerfi (líffærafræði)
Body region
Sleep (system call)
business
Psychology
Social psychology
Subjects
Details
- Language :
- Icelandic
- Database :
- OpenAIRE
- Accession number :
- edsair.doi.dedup.....22609a7f25d89fce8c855f8704cb8373