Back to Search
Start Over
Lokun íslensku miðaldaklaustranna
- Source :
- Ritröð Guðfræðistofnunar.
- Publication Year :
- 2021
- Publisher :
- The National and University Library of Iceland, 2021.
-
Abstract
- Stofnár þeirra fjórtán klaustra sem starfrækt voru í lengri eða skemmri tíma á Íslandi á miðöldum eru í flestum tilfellum þekkt en tímasetning og ástæður lokunar þeirra síður. Flestum, alls níu, var lokað í kjölfar siðaskiptanna um miðja sextándu öld en það gerðist ekki í einni svipan, heldur smám saman á tímabilinu frá 1539–1554. Nokkrum klaustranna hafði verið lokað löngu fyrr af ýmsum ástæðum en einkum þó vegna þeirra pólitísku deilna sem urðu um skiptingu veraldlegs og kirkjulegs valds í landinu á þrettándu öld. Hér er reynt að ná fram heildarmynd af lokun íslensku miðaldaklaustranna, um leið og skoðað verður með hvaða hætti lokunin átti sér stað í hverju tilviki fyrir sig, hvenær og hvers vegna. Stuðst verður við ritaðar heimildir sem veita vísbendingar um afdrif klaustranna en einnig er tekið mið af niðurstöðum úr fornleifauppgrefti á rústum Skriðuklausturs. Engu klaustri var lokað vegna áfalla eða hamfara. Vöxtur og viðgangur þeirra virðist í öllum tilvikum hafa verið undir kirkjulegum yfirvöldum kominn hverju sinni, enda þótt lokanirnar hafi borið að með ólíkum hætti, eins og hér er rakið.
- Subjects :
- General Medicine
Subjects
Details
- ISSN :
- 22988270 and 16702972
- Database :
- OpenAIRE
- Journal :
- Ritröð Guðfræðistofnunar
- Accession number :
- edsair.doi...........e9f129acbe17abf8a641b5e25b47d4c2
- Full Text :
- https://doi.org/10.33112/theol.53.6